Deig Workshop

Ég fór í smá roadtrip ásamt vinnufélögum mínum í hádeginu í dag. Áfangastaðurinn var bakarí sem átti að jafnvel skáka við Brauð&Co. Seljabraut….Seljabraut í efra Breiðholti…allt í lagi þá.

26195510_2022502674693892_6249923328047010711_n

Hverjum dettur eiginlega í hug að opna hipstera bakarí í efra Breiðholti??

Jú, teymið á bakvið hinn geggjaða Le Kock í Ármúla, staðurinn sem átti að opna í Mathöllinni á Hlemmi en þeir ákváðu að taka séns og skella sér bara í Ármúlann…margir veitingamenn hristu hausinn en holymoly hvað það hefur borgað sig. Le Kock er frábær staður og gengur svo vel að hann er farinn að spawna af sér bakarí í Breiðholtinu, veisluþjónustu og matarvagn! Geggjað!

2018-04-10 12.16.31

Bakaríið Deig Workshop í Breiðholtinu er frábærlega vel heppnað og eins og Le Kock er byggt einfaldri hugmynd, einföld útfærsla, allt rosa djúsí, kostar ekki mikið og maður fær á tilfinninguna að allt sé heimagert…sem það eflaust er. Meira segja rjómaosturinn er gerður á staðnum. Deig sérhæfir sig í beyglum af öllum tegundum og svo kleinuhringirnir sem voru algjör hittari á Le Kock.

Créme Brulée kleinuhringurinn er gjörsamlega sturlaður!

Video credit: Arna Ýr Sævarsdóttir

2018-04-10 12.26.47

Deig er einnig í samstarfi með Omnom og gera trylltar súkkulaðibitakökur sem innihalda Omnom súkkulaði.

2018-04-10 12.25.59

Ég mæli hiklaust með roadtrip-i í Breiðholtið, það er sko alveg þess virði að tékka á Deig. Ég fékk mér parmesan beyglu með geggjaðri skinku og rjómaosti og svo smökkuðum við alls konar í eftirrétt. Deig Workshop er aðeins öðruvísi en Brauð&Co. Annað concept. Vonandi ná bæði conceptin að dafna, við þurfum meira svona, minna af Korninu eða hvað þetta nú heitir.

Auðvitað eru nútíma hipsterarnir í Breiðholtinu, það eru bara hugmyndir mínar sem eru úreltar, vel gert!

 

26169590_2021557844788375_6605299310187177165_n

ATH: Þetta er alls ekki kostuð færsla.

Ein athugasemd Bæta þinni við

  1. Fór einmitt um daginn og fékk mér einhvern sturlaðan og skrítin kleinuhring, mjög góðann! Vel gert Deigsmenn, mjög fegin að fá aðeins meiri flóru í annars frekar staðlaðann íslenskann bakarísheim.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s