Appelsínugljáðar gulrætur með chilli og fennel

Mjög einfaldur réttur sem hentar frábærlega með alls konar kjöti eða bara sem nart á veisluborð eða í partýið.

2018-03-04 14.16.11

Þú þarft:

  • 700 gr gulrætur
  • 3 msk ólívuolía
  • 2 appelsínur
  • 3 msk hunang
  • Glás af fennel fræjum
  • 1 msk chilliflögur
  • Reykt paprika
  • Salt

Marineringin er sett saman, safinn kreystur úr appelsínunum og blandað saman við olíuna, hunangið, fennel, chilli, reykta paprikuna og salt. Gulræturnar eru látnar liggja í glussanum í dágóðan tíma…tjaa eigum við að segja 2 klst?

2018-03-04 15.29.07

Gulræturnar eru síðan settar í eldfast mót og bakaðar í ca 60mín við 200°C, líka hægt að setja á blástur í skemmri tíma en fylgjast bara vel með ef þær byrja brenna og hræra reglulega í.

2018-03-04 17.41.39

Safinn af appelsínunum spilar ótrúlega vel við fennelfræin sem gefa lakkrískeim.

Gulrætur

Toppnæs!

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s