Yfirleitt vil ég sem minnst eiga við nautakjöt, smjör, salt og pipar og steinþegiðu svo.
Hins vegar geeetur verið gott að setja smá asíska töfra í marineringu.
Ég keypti geggjað framfille hjá Kjöt og fisk á Bergstaðastræti, uppáhalds kjötbúðin mín…ok mögulega er ég pínu hlutdrægur, vann þarna í ár við að afgreiða og spjalla við kúnna um alls konar matreiðslu og draumóra um matarferðalög.
Í marineringuna nota ég:
- 3 msk ólívuolíu
- Ca 30ml truffluolía
- 3 hvítlauksrif (maukuð)
- 3 cm engiferbút (rifinn)
- Chilli flögur (eftir smekk)
- Gróft salt (dass)
- Sesamfræ (ég vil mikið)
Öllu er blandað saman í skál og nuddað svo vel inn í kjötið, látið standa í ca 2klst.
Kjötinu er svo lokað á pönnu og svo í eldfast mót í ofn á 150°C í ca 15 mínútur og látið hvíla vel áður en það er skorið og borið fram, 30 mínútur er gott viðmið.
Eldunartími fer mikið eftir því hversu þykkt kjötstykkið er, mér finnst öruggast að mæla hita í kjötinu svo maður klúðri alveg örugglega engu.
Hér er tafla:
Kjötið er lungamjúkt og með engifer og hvítlaukskeim sem kemur með góðu kikki af chilliinu og þessi truffluolía er góð með öllu.