Nauta trufflumarinering

Yfirleitt vil ég sem minnst eiga við nautakjöt, smjör, salt og pipar og steinþegiðu svo.

Hins vegar geeetur verið gott að setja smá asíska töfra í marineringu.

2018-03-04 14.01.50

Ég keypti geggjað framfille hjá Kjöt og fisk á Bergstaðastræti, uppáhalds kjötbúðin mín…ok mögulega er ég pínu hlutdrægur, vann þarna í ár við að afgreiða og spjalla við kúnna um alls konar matreiðslu og draumóra um matarferðalög.

Í marineringuna nota ég:

  • 3 msk ólívuolíu
  • Ca 30ml truffluolía
  • 3 hvítlauksrif (maukuð)
  • 3 cm engiferbút (rifinn)
  • Chilli flögur (eftir smekk)
  • Gróft salt (dass)
  • Sesamfræ (ég vil mikið)

Öllu er blandað saman í skál og nuddað svo vel inn í kjötið, látið standa í ca 2klst.

Kjötinu er svo lokað á pönnu og svo í eldfast mót í ofn á 150°C í ca 15 mínútur og látið hvíla vel áður en það er skorið og borið fram, 30 mínútur er gott viðmið.

2018-03-04 17.49.23

Eldunartími fer mikið eftir því hversu þykkt kjötstykkið er, mér finnst öruggast að mæla hita í kjötinu svo maður klúðri alveg örugglega engu.

Hér er tafla:

naut hiti

Kjötið er lungamjúkt og með engifer og hvítlaukskeim sem kemur með góðu kikki af chilliinu og þessi truffluolía er góð með öllu.

2018-03-04 17.30.18

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s