Sikileyjarbaka með pistasíum og Chili bearnaise

Ég er búinn að vera með Sikiley á heilanum síðan ég var að þvælast þar sumarið 2016. Þar var allt nýtt, ég gisti á sveitabæjum og lærði alls konar í matreiðslu, lærði meðal annars að elda sverðfisk, gera pistasíu og sardínu pestó (sem er viðbjóður BTW) og lærði að meta grænmetispizzur.

2018-05-02 17.27.27

Kartöflur, ólívur, þistilhjörtu, döðlur, fíkjur og ég veit ekki hvað og hvað, það var allt notað á pizzur og auðvitað hvítlaukur og chili in a bundance!

Í pizzadeig fyrir tvær bökur nota ég:

 • 7 dl steinmalað hveiti
 • Þurrger
 • Sjávarsalt
 • Hvítlaukskrydd…og kannski smá chili
 • 3 msk ólívuolíu
 • 2 msk hunang
 • 250 ml dökkur bjór

Mér finnst geggjað að nota dökkan bjór í staðinn fyrir vatn, það kemur einhver keimur í deigið. Svo má krydda deigið að vild, allt sem er ítalskt finnst mér vera gott gott.

2018-05-02 17.47.36

Ég hnoða alveg heilan helling og leyfi svo deiginu að hefa sig í volgu vatni með klút yfir, af því mamma gerir það alltaf.

Svo hnoða ég aftur þar til deigið er orðið algjörlega lungamjúkt og ég við það að fá krampa í framhandleggina og flet það svo út með hnúunum.

2018-05-02 17.27.40

Á þessa pizzu fer síðan:

 • Chilli og hvítlaukspestó frá Jamie Oliver
 • Pizzaostur
 • Þistilhjörtu (rifin gróft)
 • Grænar ólívur
 • Medjool döðlur
 • Mozzarella kúlur (tættar)
 • Muldar pistasíur

Á toppinn:

 • Rucola
 • Limesafi
 • Meiri muldar pistasíur
 • Chili bearnaise

Ég keypti þessa forláta hnetumulningsvél í Tiger á 600kr sem virkar bara svona ofsalega vel og er jafnvel pínu falleg.

 

Það skiptir mig miklu máli að þetta líti fallega út, álegginu sé raðað huggulega á bökurnar og þær kalli á mig.

 

Bökurnar eru svo bakaðar við 200°C í ca 15 mínútur.

2018-05-02 18.35.24

Oooohh sjáið þetta! Osturinn og það allt!giphy

Svo skola ég rucolasalat og dreifi fallega yfir, limesafi er kreistur yfir rucolað…ok ég lýg, safinn er úr brúsa, svo bæti ég á pistasíurnar, aldrei nóg af pistasíum.

 

Af því að þetta allt er ekki nóg þá gluða ég Chili bearnaise yfir og holyguacamole við erum sko að nálgast eitthvað.

2018-05-02 17.55.51

2018-05-02 18.40.08

Oh joy!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s