Sunnudagssnúðar með pistasíukremi

Haustlægðirnar sigla yfir landið ein af annarri. Það er ekkert betra á stormasömum sunnudegi en að baka, hugleiða, hlusta á ljúfan eldhúsjazz og smátt og smátt fyllist húsið af kanil- og vanilluilm og um leið og síðasta platan kemur úr ofninum hellir maður uppá. Oooohh. Hér er úrvals eldhúsjazz playlisti: Ég hreinleg elska kanilsnúða. Hér…

Sikileyjarbaka með pistasíum og Chili bearnaise

Ég er búinn að vera með Sikiley á heilanum síðan ég var að þvælast þar sumarið 2016. Þar var allt nýtt, ég gisti á sveitabæjum og lærði alls konar í matreiðslu, lærði meðal annars að elda sverðfisk, gera pistasíu og sardínu pestó (sem er viðbjóður BTW) og lærði að meta grænmetispizzur. Kartöflur, ólívur, þistilhjörtu, döðlur,…

Pistasíusnúðar með hvítu súkkulaði

Snúðarnir í Brauð og co. hafa breytt lífi mínu…eða svona næstum því. Smjördeigs vanillusnúðar eða appelsínu og lakkríssnúðar, ég slefa við tilhugsunina. Það er mikið unnið með smjördeigið á Sikiley…og pistasíur eins og áður hefur komið fram í fyrri færslum. Ég ramblaði inn í túristabúð í Siracusa á síðasta deginum mínum á Sikiley í sumar…

Arancini með pistasíum, döðlum og parmesan

Arancini eru djúpsteiktar hríssgrjónakúlur sem eru yfirleitt fylltar með einhverju góðgæti. Þegar ég var á Sikiley fyrr í sumar var þetta á boðstólnum út um allt og ég var ekki beint að kveikja á því hvað í ósköpunum væri að gerast þarna. Stundum fékk maður Arancini með osti, með kjötfyllingu, tómatmauki o.s.fr.v. Það er talið…