Arancini með pistasíum, döðlum og parmesan

Arancini eru djúpsteiktar hríssgrjónakúlur sem eru yfirleitt fylltar með einhverju góðgæti. Þegar ég var á Sikiley fyrr í sumar var þetta á boðstólnum út um allt og ég var ekki beint að kveikja á því hvað í ósköpunum væri að gerast þarna. Stundum fékk maður Arancini með osti, með kjötfyllingu, tómatmauki o.s.fr.v.
Það er talið að Arancini sé upprunið frá sikileysku borginni Palermo og það var algengt að hermenn og fjárhirðar tóku með sér Arancini í langar ferðir því að fyllingin geymdist vel í hrísgrjóna og djústeikta hjúpinum, sem er sama pæling og M&M þ.e.a.s M&M var þróað fyrir bandaríska herinn svo að hermennirnir gætu verið með óbráðið og óskemmt súkkulaði með sér í löngu ferðunum sínum.
Ég prófaði að gera mína útfærslu þar sem ég baka kúlurnar í staðinn fyrir að djústeikja þær og í fyllinguna notaði ég pistasíur, ferskar döðlur og parmesan.
Innihald:
350 gr basmati hrísgrjón
50 gr smjör
2 tsk hvítauksmauk
1 L vatn
Salt & pipar
Kóríander

2 egg
Hveiti
Raspur

Fylling:
6 ferskar stórar döðlur
Pistasíuhnetur
Rifinn parmesan ostur
(álíka mikið af öllu)

Ég byrjaði á að steikja hrísgrjónin í smjöri og hvítlauksmaukinu (sem ég keypti tilbúið…af því að ég er latur). Þegar grjónin eru aðeins farin að brúnast krydda ég með salti, pipar og kóríander…ég laumaði líka nokkrum þurrkuðum chilli útí og helli svo vatninu útá og set lok yfir, læt sjóða í ca 10 mínútur. Þá kælir maður grjónin.


Döðlurnar, hneturnar og osturinn er svo skorið smátt, blandað saman. Hveiti er sett í eina skál, egg í aðra og raspur í hina.

2016-08-25 18.37.37
Síðan tekur við smá föndur og hér þarf að fara varlega þar sem kúlurnar geta dottið í sundur. Maður tekur lófafylli af grjónum, setur fyllingu í miðjuna og annað lófafylli yfir og hnoðar í góðan bolta, síðan er honum velt upp úr hveiti og síðan eggi (þá fer allt að klístrast, farið varlega) síðan er það raspurinn.

Ég spreyjaði síðan kúlurnar með ólívuolíu (erfitt að ná þokkalegri mynd með annari hendi…sorry) og bakaði í 20 mínútur við 200°C…eða þar til það er kominn gylltur ljómi á kúlurnar (insert „that’s what she said“ brandara).

2016-08-25 19.01.20
Meðlætið var glorious að þessu sinni, vel þroskað smá-avocado, piccolo tómatar, pólskar pikklaðar sætar paprikur sem eru frábærar og fást í Krónunni, satay sósa frá…Thai Dancer (sem mér finnst ógeðslega fyndið nafn á sósuframleiðanda, fæst í Víetnam market á Suðurlandsbraut…hold me closer Thai Dancer?) og Jalapeno Lime Hot Sauce frá Copenhagen Hot Sauce & Mustard Co, gjöf sem ég fékk frá kúnna í hestamannaferðinni sem ég var að kokka í fyrr í sumar, sjóðheitt, krímí avocado, sæt hnetusósa og smá kikk, þessi máltíð innihélt allt sem einn maður þarf, og mjög sikileyskt í þokkabót.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s