Pistasíusnúðar með hvítu súkkulaði

2016-08-28 14.11.43

Snúðarnir í Brauð og co. hafa breytt lífi mínu…eða svona næstum því. Smjördeigs vanillusnúðar eða appelsínu og lakkríssnúðar, ég slefa við tilhugsunina.
Það er mikið unnið með smjördeigið á Sikiley…og pistasíur eins og áður hefur komið fram í fyrri færslum. Ég ramblaði inn í túristabúð í Siracusa á síðasta deginum mínum á Sikiley í sumar og ætlaði alls ekki að kaupa neitt, þangað til afgreiðslukonan dró mig afsíðis og sagðist finna matarstrauma streyma frá mér og að ég yrði að smakka pistasíukremið sem hún var að selja, ég féll algjörlega í gildruna og verslaði pistasíuvörur fyrir 50 evrur…eins og maður gerir. Pistasíukrem, pistasíupestó, muldarpistasíur, reyktar pistasíur og ég veit ekki hvað og hvað. Ég man stundina þegar ég smakkaði þetta pistasíukrem, það hríslaðist um mig sæluhrollur og ég hef hlakkað til að gera eitthvað með það síðan ég kom heim.
Þessir pistasíusnúðar eru eins einfaldir og snúðar gerast.

2016-08-28 13.24.55
Þú þarft:
3 smjördeigsplötur
1 krukka af pistasíukremi
1 poki af pistasíum
1 egg
Sírius konsum hvítir súkkulaðihnappar


Ég afþýddi og flatti út smjördeigsplöturnar og smurði þær með kreminu, saxaði pistasíurnar gróft og lét hálfan poka ofan á kremið, rúllaði upp og skar í hæfilega bita. Penslaði með eggi og stráði restinni af pistasíunum yfir, skildi samt eftir mylsnuna. Bakaði í 20 mínútur á 180°C, tók út og um leið setti ég súkkulaðihnappana yfir og þegar þeir höfðu bráðnað renndi ég penslinum yfir til að dreifa úr súkkulaðinu og svo fór pistasíumylsnan þar yfir.


Þetta er svooo einfalt en svooo gott.

2016-08-28 14.12.52
Fullkomið sunnudagskaffi.

2 athugasemdir Bæta þinni við

  1. Hefurðu fundið svona krem á Íslandi?

    1. spekoppur skrifar:

      Ég hef séð þetta í Frú Laugu og þetta fékkst einu sinni í Kosti, ef maður er alveg á pistasíuþörfinni þá er amazon vinur manns 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s