Sriracha beikondöðlur

2016-08-20 12.57.37

Ég hélt smá menningarkaffiboð á Menningarnótt. Ég elska að halda svona boð því þá fær maður tækifæri til að bjóða uppá alls konar smárétti, prófa sig áfram, sjá hvað virkar, hitta fullt af fólki og ekkert sitjandi borðhalds vesen.

Ég er mjög hrifinn af Stubb’s BBQ-sósunum sem fást núna út um allt. Fyrir þremur árum var Kostur eina búðin sem flutti þær inn, ég gerði mér sérferðir í Kópavoginn til að sækja alls konar tegundir af Stubb’s sósum og marineringum. Úrvalið í Hagkaup í dag af Stubb’s er nokkuð gott og rakst ég á Texas Sriracha marineringu sem er hæfilega súr og sterk.

2016-08-20 11.49.55

Beikondöðlur eru klassískt partýtrix, auðvelt að gera, smá föndur, sætar, stökkar, beikon, eintóm hamingja. Mér finnst yfirleitt betra að nota ferskar döðlur en þær fann ég hvergi í síðustu búðarferð þannig að þurrkaðar urðu að duga að þessu sinni. Beikon sneið er skorin í þrjá bita, einn biti per döðlu, vafin utan um. Sriracha sósunni er gluðað yfir og svo svona fyrir extra delicacy set ég sesam fræ, valhnetur ganga líka vel með þessu. Bakað í ofni á 200°C í ca 25 mínútur eða þangað til ykkar litur á beikoninu nær í gegn.

2016-08-20 12.57.49

Svo er þetta svo fallegt á borðinu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s