Grillaður beikonvafinn ananas með chilli

Fátt öskrar SUMAR eins og ískaldur ananas á heitum degi. Nema ananasinn sé beikonvafinn og grillaður. Það myndast eitthvað rosalega nostalgískt bragð þegar maður grillar saman svínakjöt og ananas, minnir mig á jólin þegar ég var barn. Mamma setti alltaf ananassneiðar á hamborgarhrygginn rétt áður en hann var borinn fram. Þessi réttur er frábær sem…

Naanbaka með döðlum, valhnetum og chillipestó

Þessi Stonefire naanbrauð eru það besta síðan frummaðurinn fór að skera brauð. Naanbrauðið bragðast vel með öllu, með smá hummus og döðlum, sterkum indverskum mat nú eða sem botn fyrir böku. Þetta er ótrúlega fljótlegur réttur sem er allt í senn. Svo er tilvalið að græja svona í útilegunni og smella í örfáar mínútur á…

Bakaðir kjúklingabitar með sætu sinnepi

Hér er einföld uppskrift að dásemdar kjúklingabitum sem henta vel sem snarl eða t.d. út á salat. Bitarnir eru stökkir að utan, lungamjúkir að innan og svo er þetta örlítið hollari valkostur en djúpsteiktur kjúklingur. Bergbys sæta sinnepið er algjör sakbitin sæla fyrir mig. Sinnepið fæst í Krónunni og passar vel með flestu brasi, það…

Sumarsalat með tempuramaís

Vorið heldur áfram að vera vor. Sól, slydda, sól, rigning, stormur, hlýtt, frost, sól, og þetta er bara fyrir hádegi. Ég þrái sólina og að geta farið út á skyrtunni…og í buxum að sjálfsögðu 🙂 Grill og salat er það sem ég tengi við sumarfæði. Grillið mitt er í garðinum, sem er fjórum hæðum fyrir…

Penne pasta með beikoni, valhnetupestó og döðlum

Ég er voða hrifinn af Jamie Oliver vörunum og hef skrifað töluvert um þær. Pastað frá honum er yfirleitt aðeins grófara en gengur og gerist þ.e.a.s. áferðin er önnur en á venjulegu pasta og drekkur þar af leiðandi í sig meiri sósu eða bragð. Vörurnar fást í Krónunni og Hagkaup líka að ég held, annars…

Arancini með pistasíum, döðlum og parmesan

Arancini eru djúpsteiktar hríssgrjónakúlur sem eru yfirleitt fylltar með einhverju góðgæti. Þegar ég var á Sikiley fyrr í sumar var þetta á boðstólnum út um allt og ég var ekki beint að kveikja á því hvað í ósköpunum væri að gerast þarna. Stundum fékk maður Arancini með osti, með kjötfyllingu, tómatmauki o.s.fr.v. Það er talið…