Bakaðir kjúklingabitar með sætu sinnepi

Hér er einföld uppskrift að dásemdar kjúklingabitum sem henta vel sem snarl eða t.d. út á salat. Bitarnir eru stökkir að utan, lungamjúkir að innan og svo er þetta örlítið hollari valkostur en djúpsteiktur kjúklingur.

2017-07-05 18.56.26

Bergbys sæta sinnepið er algjör sakbitin sæla fyrir mig. Sinnepið fæst í Krónunni og passar vel með flestu brasi, það er dísætt og hefur sérstakan keim sem ekkert annað sinnep hefur. Ég er líka hrifinn af hunangs Dijon sinnepinu en Bergby passar betur í salat t.d. þar sem það hefur ekki alveg jafn aggressívan tón.

2017-07-05 18.59.15

Þú þarft:

Kjúklingabringu (skorna í hæfilega bita)

Hveiti

Hvítlaukssalt

Reykt paprikukrydd

Chilli flögur

Svartan pipar

Egg (hrært)

Góðan rasp (líka hægt að nota muldar Doritos flögur eða Corn Flakes)

Bergbys sinnep

 

Aðferð:

Mér finnst betra að nota kjúklingabringu sem ég sker í hæfilega bita frekar en að nota kjúklingalundir…en það er bara af því ég er sérstakur. Kjötið er þykkara og meyrara.

Hveiti og kryddunum er blandað vel saman og bitunum er svo velt upp úr hveitinu, dýft í hrært egg og svo í raspinn og honum þrýst vel inn svo að hann hylji bitana.

Bitarnir eru svo lagðir í eldfast form og bakað við 200°C í ca. 35 mínútur. Þá er sinnepinu dreift yfir.

2017-07-05 18.55.43

Svo er fallegt að leggja kjúklinginn ofan á t.d. gott salat sem inniheldur ferska ávexti eða ber.

2017-07-05 18.59.09

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s