Hér er komin ofur einföld skyrkaka í krukku. Hentar mjög vel í útileguna eða í lautarferð.
Þú þarft:
Stórt vanilluskyr frá KEA
Hálfan lítra rjóma
1 pk Royal vanillubúðing
1 pk Oreo kex með tvöföldukremi
50 gr bráðið smjör
Hindber
Flórsykur
Aðferð:
Kexið og bráðið smjör er mulið í matvinnsluvél þar til það nær ásættanlegri áferð. Því er svo þjappað í krukkurnar.
Rjómi og vanillubúðingsduftið er hrært saman þar til það er orðið þétt, þá er skyrinu velt saman við. Hindber á toppinn og sigtaður flórsykur þar ofan á.
Þetta er ekki flóknara en það, ótrúlega gott og furðulega frískandi miðað við allan sykurinn sem er í þessu. Svo er líka eitthvað svo spennandi og öðruvísi að vera með skyrköku í krukku, maður getur komið öllum í útilegunni á óvart.