Útilegu skyrkaka

2017-07-26 13.21.44

Hér er komin ofur einföld skyrkaka í krukku. Hentar mjög vel í útileguna eða í lautarferð.

2017-07-26 13.04.10

Þú þarft:

Stórt vanilluskyr frá KEA

Hálfan lítra rjóma

1 pk Royal vanillubúðing

1 pk Oreo kex með tvöföldukremi

50 gr bráðið smjör

Hindber

Flórsykur

2017-07-26 13.10.15

Aðferð:

Kexið og bráðið smjör er mulið í matvinnsluvél þar til það nær ásættanlegri áferð. Því er svo þjappað í krukkurnar.

Rjómi og vanillubúðingsduftið er hrært saman þar til það er orðið þétt, þá er skyrinu velt saman við. 2017-07-26 13.08.49Hindber á toppinn og sigtaður flórsykur þar ofan á.

Þetta er ekki flóknara en það, ótrúlega gott og furðulega frískandi miðað við allan sykurinn sem er í þessu. Svo er líka eitthvað svo spennandi og öðruvísi að vera með skyrköku í krukku, maður getur komið öllum í útilegunni á óvart.

2017-07-26 16.28.40

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s