Naanbaka með döðlum, valhnetum og chillipestó

Þessi Stonefire naanbrauð eru það besta síðan frummaðurinn fór að skera brauð.

Naanbrauðið bragðast vel með öllu, með smá hummus og döðlum, sterkum indverskum mat nú eða sem botn fyrir böku.

Þetta er ótrúlega fljótlegur réttur sem er allt í senn. Svo er tilvalið að græja svona í útilegunni og smella í örfáar mínútur á grillið.

2017-07-29 18.03.09

Í staðinn fyrir pizzasósu nota ég hvítlauks og chilli pestó frá Jamie Oliver, það fæst t.d. í Krónunni og er mjög gott.

2017-07-29 18.02.22

Síðan fer áleggið í þessari röð:

  • Pestó
  • Ostur
  • Skarlottulaukur
  • Kirsuberjatómatar
  • Ferskar döðlur
  • Grillaðar paprikur frá Jamie Oliver
  • Muldar valhnetur
  • Hvítlaukssalt
  • Svartur pipar

Bakað í 12 mínútur við 200°C

  • Klettasalat
  • Lauksulta
  • Hvít topping pizzasósa frá Shake&Pizza
  • Sriracha Mayo
  • Parmesan

 

Þetta er sem sagt einhvern veginn svona:

Naanpizza

Þessi sósa frá Shake&Pizza er ágæt en alveg agalegt nafn á henni: Hvít topping pizzasósa??2017-07-29 18.15.52

Hún tónar vel við Sriracha Mayo-ið og parmesan osturinn yfir er svona eins og rúsínan í pylsuendanum.

Lauksultan er beint úr musteri mammons, Costco og er ofsalega góð.2017-07-29 18.02.34

Ótrúlega góð baka og svo er hún líka svo falleg.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s