Undanfarnar vikur hef ég staðið í smá tilraunabrasi með kvikmyndagerðarmanni sem heitir Bjarki Sigurjónsson. Við höfum framleitt örþætti fyrir netið. Upphaflega hugmyndin var að gera sjónvarpsþætti sem væru á léttu nótunum, glens, gleði og glaðlegir réttir.
Verkefnið þróaðist, við fórum af stað með ekki fullmótaðar hugmyndir um hvernig þetta ætti allt saman að líta út en við vorum nokkuð vissir um hvers konar stemmning ætti að vera alls ráðandi.
Við gerðum einn þátt sem var meira eins og podcast í mynd, vorum ekki fyllilega sáttir við hann og þróuðum þetta lengra og hér er kominn fyrsti þáttur (samt eiginlega annar þáttur). Þetta er allt til gamans gert, njótið vel.
Þetta er búið að vera ótrúlega skemmtilegt samstarf og við ætlum að halda áfram að prófa okkur áfram….svo er ég líka að fara sjá um forréttina í brúðkaupinu hans.
Happy times!