Fátt öskrar SUMAR eins og ískaldur ananas á heitum degi.
Nema ananasinn sé beikonvafinn og grillaður.
Það myndast eitthvað rosalega nostalgískt bragð þegar maður grillar saman svínakjöt og ananas, minnir mig á jólin þegar ég var barn. Mamma setti alltaf ananassneiðar á hamborgarhrygginn rétt áður en hann var borinn fram.
Þessi réttur er frábær sem hliðarréttur í grillveisluna og hann kemur sannarlega á óvart.
Þú þarft:
Ferskan ananas
Stubbs Hickory Bourbon bbq-sósu (fæst í Krónunni)
Þykkt beikon
Þurrkað chilli
Aðferð:
Ananasinn er afklæddur og kjarninn skorinn frá, síðann er hann skorinn í ca. þumalstærðar bita. Svo er hver biti vafinn með beikonsneið og bbq-sósu penslað á beikonið, þurrkuðum chilli er svo sáldrað yfir. Sett á grillið þar til beikonið er orðið stökkt.
Ég get ábyrgst það að þetta bragðast unaðslega með köldu hvítvíni.