Það er ótrúlega einfalt að búa til döðlumauk og það er frábært í alls konar matseld.
Döðlumauk passar frábærlega með góðum hummus á skonsur (sem eru ekkert annað en glorified amerískar pönnukökur).
Svo er hægt að nota döðlumaukið á hamborgara, samlokur, eða bara út á salatið.
Þú þarft:
Ca 200 gr ferskar döðlur
Ca 200ml soðið vatn
Tvær lúkur af valhnetum
Þurrkað chilli, smátt saxað
Aðferð:
Döðlurnar eru kjarnhreinsaðar og settar í sjóðheitt vatnið og látnar liggja þar í ca 20 mínútur, þá eru þær settar ásamt öllu hinu í matvinnsluvél og maukað þar til rétt áferð næst. Svo er hægt að nota vatnið af döðlunum til að þynna maukið út ef maður vill hafa það þynnra.