Ostakex með Napolipesto og mozzarella

2017-09-14 20.54.58

Napolipestóið er súper einfalt en hrikalega gott. Byggt á Napolitana pizzu hugmyndinni sem gengur út á hráefni sem tákna liti ítalska fánans, tómata, basil og mozzarella. Kexið er ostakex frá Carr’s, tómatpestó og sneið af mozzarella kúlu.

2017-09-14 21.58.26

Í eina stóra krukku (0,5L) af tómatpestói þarftu:

  • 700gr litla tómata
  • 7 hvítlauksrif (helst rauð)
  • Handfylli af ferskum basil laufum
  • Góða ólívuolíu
  • Salt og pipar

Ég einfaldlega set allt í matvinnsluvél og blanda saman þar til ég fæ rétta þykkt, ég vil gjarnan hafa pestóið gróft með tómatbitum, svo má líka bara smakka þetta til.

2017-09-14 21.07.18

Síðan Costco opnaði hef ég verið duglegur að heimsækja og prófa nýja hluti frá fyrirheitna landinu. Mikið af vörunum, sérstaklega grænmeti og ávöxtum sem þarna fást eru bara á einhverju öðru leveli. Angel Sweet tómatarnir eru dísætir og henta frábærlega í pestóið og reyndar líka bara sem snarl. Það sem er eiginlega ótrúlegast er að boxið sem er 1 kg kostar innan við þúsund krónur.

Svo er Buffalo mozzarella osturinn sem fæst í Costco algjör veisla og með rjómakenndri miðju.

2017-09-14 20.53.17

Þessi réttur er frábær með sætu hvítvíni og hentar fullkomnlega í partýið eða sem forréttur.

 

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s