Þegar ég var 12 ára sá ég myndina Fried Green Tomatoes í fyrsta skiptið, Kathy Bates var alltaf í uppáhaldi hjá pabba, þetta var fjölskyldustund. Undarleg kvikmynd og undarleg eldamennska, þessi réttur poppar reglulega upp í kollinum á mér, djúpsteiktir tómatar.
Í mína uppskrift þarftu:
- Tómata
- Hveiti
- Krydd að eigin vali
- Egg
- Rasp
- Kóríander
- Olíu
Það er best að nota stórar og þykkar sneiðar og ég set gott sætlauks og applewood reykt krydd sem ég fékk í Williams Sonoma í New York út í hveitið ásamt þurrkuðu chili og þurrkað kóríander útí raspinn.
Sneiðunum er velt upp úr hveitiblöndunni, síðan eggjahræru, svo er voða gott að setja aftur í hveiti og aftur í eggið og svo í raspinn. Sneiðarnar eru svo djúpsteiktar í ca 40 sekúndur við háan hita.
Stundum dettur maður í lukkupottinn og finnur engil!
Tómatarnir eru svo látnir kólna örlítið og það er geggjað að krydda eftirá með hvítlaukssalti og dýfa í sýrðan rjóma…mmm.