Djúpsteiktir tómatar

Þegar ég var 12 ára sá ég myndina Fried Green Tomatoes í fyrsta skiptið, Kathy Bates var alltaf í uppáhaldi hjá pabba, þetta var fjölskyldustund. Undarleg kvikmynd og undarleg eldamennska, þessi réttur poppar reglulega upp í kollinum á mér, djúpsteiktir tómatar. Í mína uppskrift þarftu: Tómata Hveiti Krydd að eigin vali Egg Rasp Kóríander Olíu…

Sumarsalat með appelsínum, ristuðum möndlum, parmesan og mangóedik

Ég er einfaldur maður, með einfaldan smekk, ég vel aðeins það besta…samt stundum ekki. Ég fór í Hyalin sem er ný frönsk sælkeraverslun á Hverfisgötu. Ég hugsa ég láti bara leggja launin mín beint þar inn næstu mánaðarmót, þetta er dásamleg búð með alls konar kruðeríi, súkkulaði, anda confit, kertum, fallegri franskri hönnun o.s.fr.v. Þar…

Sumarsalat með tempuramaís

Vorið heldur áfram að vera vor. Sól, slydda, sól, rigning, stormur, hlýtt, frost, sól, og þetta er bara fyrir hádegi. Ég þrái sólina og að geta farið út á skyrtunni…og í buxum að sjálfsögðu 🙂 Grill og salat er það sem ég tengi við sumarfæði. Grillið mitt er í garðinum, sem er fjórum hæðum fyrir…