Sumarsalat með appelsínum, ristuðum möndlum, parmesan og mangóedik

2017-06-05 17.57.57

Ég er einfaldur maður, með einfaldan smekk, ég vel aðeins það besta…samt stundum ekki.

Ég fór í Hyalin sem er ný frönsk sælkeraverslun á Hverfisgötu. Ég hugsa ég láti bara leggja launin mín beint þar inn næstu mánaðarmót, þetta er dásamleg búð með alls konar kruðeríi, súkkulaði, anda confit, kertum, fallegri franskri hönnun o.s.fr.v. Þar keypti ég líka þennan fína mangó edik sem harmónerar rosa vel með salatinu.

2017-06-05 21.03.24

Í Marokkó er mikið unnið með appelsínur í salati, þá eru þær skornar í sneiðar og svo er allt þetta hvíta skorið í burtu  svo bara dísætt kjötið er eftir.

Í þetta salat notaði ég:

 

Klettasalat

 

Appelsínu

Parmesan

Ristaðar möndlur

Gróft salt

Svartur pipar

Ólívuolíu

Mangó edik frá Hyalin

Aðferð:

Ég bakaði möndlur í ólívuolíu og anís og Sweet Onion & Appelwood kryddblöndu sem ég keypti í Williams Sonoma í NY, en það má nota bara það sem maður vill og er hendi næst. Möndlurnar eru svo brytjaðar gróft.

2017-06-05 17.53.59

Klettasalat er grunnurinn, svo koma appelsínubitarnir, olía, smá parmesan, möndlur, meira parmesan, salt og pipar og mangó edik.

Einfalt og öðruvísi sumarsalat.

2017-06-05 17.57.45

Ein athugasemd Bæta þinni við

  1. Hljómar vel. Fékk einmitt Marokkókanskt appelsínusalat á Siglufirði í síðustu viku en með rósavatni, fannst það svolítið skrítið bragð svona eins og að bíta í ilmkerti 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s