Jarðaberja Oreo ostakaka í krukku

2017-05-25 23.22.27

Ég er veikur fyrir ostakökum, fárveikur. Ég elska að prófa mig áfram með fyllingar, áferð og framsetningu.

Þessi ostakaka er súper einföld. Ég er með tvenns konar fyllingar, annars vegar rjómaost og jarðaberja Hershey‘s sýróp og hins vegar töfrabragð í rjóma og vanillubúðing.

2017-05-25 23.23.03

Ef þið hafið ekki prófað að hræra einn pakka af Royal vanillubúðing í einn pela af rjóma, þá hafið þið líklegast ekki lifað. Það er himneskt bragð.

Þú þarft:

1 pakka af Oreo kexi

50 gr brætt smjör

Hálfa dós af stórum rjómaosti

Dass af jarðaberjasýrópi

1 pela rjóma

1 pakka Royal vanillubúðing

Þetta er súper einfalt og ég setti ostakökuna í tvær krukkur, ég var nefnilega á leiðinni í smá pikknikk og vildi koma á óvart.2017-05-25 23.29.36

2017-05-25 23.33.54

Kexið er mulið og smjörinu er blandað saman við, síðan set ég það i botninn á krukkunum og þjappa vel með kaffiþjappara…sem heitir eflaust eitthvað svakalega fínt. Geymi smá kexmulning til að setja á toppinn.

2017-05-25 23.59.04

Rjómaosturinn er síðan þeyttur saman við jarðaberjasýrópið þar til það er orðið loftkennt, set það ofan á kexið og þjappa aftur.

Búðingurinn er síðan þeyttur í rjómanum, hann verður fljótt mjög stífur og ég þjappa því ofan í, síðan fer smá kexmulningur ofan á. Þessar Royal umbúðir eru svooo fallegar og klassískar, ég vona að þeim verði aldrei breytt.

Skelli þessu í ísskápinn í smá stund og þá er allt klárt í útileguna, veisluna eða bara í Netlix og chill session-ið.

2 athugasemdir Bæta þinni við

  1. Ingibjorg skrifar:

    Hvar nær maður í Hersheys jarðarberja sýrópi

    1. Töddi brasar skrifar:

      Fæst í Nettó og Hagkaup 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s