Beikonvafðar döðlur með hunangi og chilli

Þegar ég var á Sikiley síðasta sumar kom ég við á dásamlegum markaði í Syracuse syðst á eyjunni. Þar keypti ég litla þurrkaða chilli sem voru svo sterkir að maður stóð á öndinni. Þeir smellpassa því hér með þessum dísæta smárétti, biturleikinn í brennda beikoninu og sætan í döðlunum og hunanginu gera þetta að frábærum forrétti.

Það er laaangbest að nota ferskar döðlur, ekki þurrkaðar, taka steininn úr og vefja svo vel í góða beikonsneið. Smyrja svo hunanginu yfir og eins mikið af chilli og hver og einn treystir sér í.

Hunang og beikon hafa átt í ástarsambandi líklegast lengur en döðlur og  beikon en hérna fer sambandið á nýtt stig, muldi chilli-piparinn sem ég keypti á markaði í Syracuse á Sikiley síðasta sumar hjálpar svo til við að koma sambandi á næsta level.

2017-03-19 11.22.19

Geggjaður réttur sem má njóta bara sem slíkum en svo má líka henda honum inn í vor-brunchinn 🙂

2017-03-19 11.29.15

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s