Beikonvafðar döðlur með hunangi og chilli

Þegar ég var á Sikiley síðasta sumar kom ég við á dásamlegum markaði í Syracuse syðst á eyjunni. Þar keypti ég litla þurrkaða chilli sem voru svo sterkir að maður stóð á öndinni. Þeir smellpassa því hér með þessum dísæta smárétti, biturleikinn í brennda beikoninu og sætan í döðlunum og hunanginu gera þetta að frábærum…

Mascarponefylltar döðlur, vafðar í beikon með svörtum pipar

Mascarpone osturinn kryddar upp þetta klassíska samband sem er svo sterkt á milli beikons og daðlna. Eins og það væri ekki nóg þá kemur svarti piparinn eins og sleggja sem slær mann í hnakkann og fullkomnar blönduna. Mascarpone osturinn er aðeins sætari og mýkri en rjómaostur og er frábær í ostakökur en hérna tengist hann…

Hnetusmjörsfylltar döðlur, vafðar í beikon með BBQ-sósu

Hér er smá twist á hefðbundinn tapas rétt sem allir ættu að þekkja. Djöfullinn á hestbaki snýr aftur…og nú er hann fylltur með hnetusmjöri. Gróft hnetusmjör er best en ég átti Reese’s Creamy hnetusmjör og ég verð að segja að það virkar algjörlega. Ég smurði svo beikonið með smokey BBQ-sósu og bakaði í 15 mínútur…

Beikon & döðlur – ástarsaga

Ferskar döðlur og krispí beikon, smárréttur sem allir þekkja og er á boðstólnum í flestum kokteilboðum í dag…og ég eeeelska það. Það er eitthvað við blönduna sem kveikir í bragðlaukunum, örlítið brennt beikon með sitt bitra bragð tónar svo vel við sætuna úr döðlunum, sérstaklega þegar maður notar ferskar döðlur. Fer gríðarlega vel með léttum…