Beikon & döðlur – ástarsaga

2017-03-19 10.45.49

Ferskar döðlur og krispí beikon, smárréttur sem allir þekkja og er á boðstólnum í flestum kokteilboðum í dag…og ég eeeelska það.

Það er eitthvað við blönduna sem kveikir í bragðlaukunum, örlítið brennt beikon með sitt bitra bragð tónar svo vel við sætuna úr döðlunum, sérstaklega þegar maður notar ferskar döðlur. Fer gríðarlega vel með léttum bjór, hvítvíni…eða bara kókómjólk. Beikon og döðlur gæti verið titillinn á erótískri ástarsögu. Í kokkaheiminum heitir þessi litli tapasréttur hins vegar djöfullinn á hestbaki (e. Devil on a horseback). Eitthvað gróft og gróteskt við það, ég fíla það.

En af hverju ekki að prófa eitthvað nýtt? Setja smá twist í blönduna?

Hérna eru nokkrar útfærslur sem ég prófaði:

Hnetusmjörsfylltar döðlur, vafðar í beikon og smurðar með BBQ-sósu:

Gróft hnetusmjör er best en ég átti Reese’s Creamy hnetusmjör (fæst í Kosti) og ég verð að segja að það virkar algjörlega. Ég smurði svo beikonið með smokey BBQ-sósu og bakaði í 15 mínútur við 200°C.

Mascarponefylltar döðlur, vafðar í beikon með svörtum pipar:

Mascarpone osturinn er aðeins sætari og mýkri en rjómaostur og er frábær í ostakökur en hérna tengist hann döðlunum böndum sem erfitt er að lýsa. Ég stráði svo muldum svörtum pipar yfir til að fá smá kikk.

Beikonvafðar döðlur með hunangi og chilli:

Hunang og beikon hafa átt í ástarsambandi líklegast lengur en döðlur og  beikon en hérna fer sambandið á nýtt stig, muldi chilli-piparinn sem ég keypti á markaði í Syracuse á Sikiley síðasta sumar hjálpar svo til við að koma sambandi á næsta level.

Allar þessar útfærslur eru guðdómlegar einar og sér…en svo má líka bara blanda þeim saman með ristuðum vöfflum með smjöri og sýrópi 🙂

2017-03-19 11.29.15

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s