Pizza með kartöflum, mascarpone, döðlum, valhnetum og klettasalati.

2017-03-04-19-40-24

Þegar ég var á Sikiley sumarið 2016 tók ég eftir því að það var boðið uppá kartöflupizzur á flestum pizzerium, þá var yfirleitt ekki tómatsósa, þetta snerist sem sagt um legasíu, þegar tómata uppskeran var rýr eða kuldatíð þá notuðu Sikileyingarnir kartöflur í staðinn.

Mér til mikillar furðu þá var þetta bara nokkuð gott, yfirleitt fylgdi þessu mikil hvítlauksolía og svartur pipar og stundum hnetur….ok og holymoly hvað ég var vel tanaður síðasta sumar 🙂

Ég hef prófað að gera nokkrar útfærslur og fyrir minn smekk þá finnst mér best að nota döðlur til að fá sætu á móti mjölinu í kartöflunum.

Hér er grunnurinn:

Pizzabotn:

3 dl hveiti

15gr Þurrger

Smá salt

Þurrkað chili

2 msk ólívuolía

1 msk hunang

150ml bjór

Þetta er mjög einfalt í raun, deigið er hnoðað vel, það er algjört lykilatriði, síðan látið hefast í ca hálftíma og þá hnoðað vel þar til það er orðið vel þétt og gott, þá er það flatt út.

Álegg:

Rautt pestó (sólþurrkaðir tómatar)

Pizzaostur

Soðnar kartöflur

Ferskar döðlur

Mascarpone

Valhnetur (gróft muldar)

Klettasalat

Ólívuolía

Sítrónusafi

Svartur pipar

2017-03-04-17-37-03

Það er alveg crucial að dreifa vel úr pestóinu og setja svo ost þar yfir og svo kartöflur, döðlur, mascarpone, svo hnetur og smá meiri pizzaost. Bakað í 15mín við 220°C þá er klettasalatið sett yfir, ólívuolía, sítrónusafi og svartur pipar. Sæt, matarmikil og ljúfeng pizza með Sikileyskum tónum.

2017-03-04-19-40-19

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s