Stormsveitarkökur með sítrónukremi

2017-03-12 17.52.19

Ó hvað ég elska næstum tilbúnar og einfaldar lausnir. Þetta þarf ekki alltaf að vera flókið.

Í Kosti er hægt að fá mikið úrval af Betty Crocker vörum sem fást ekki annars staðar og sömuleiðis svipaðar vörur eins og kökumixið frá Pillsbury sem ég notaði í þessar kökur.

2017-03-12 16.49.01

Ég er nýkominn frá New York og er bandarísk eldamennska og hefðir mér ofarlega í huga. Fylltar muffins eða bollakökur, fylltir kleinuhringir, fylltir hamborgarar, fyllt, fyllt, fyllt. Þeir troða alls konar gumsi inn í alls konar.

Þetta kökumix frá Pillbury er virkilega gott, dísætt og með ríku vanillubragði, ég bætti reyndar við vanilludropum til að ýkja upp bragðið, annars er þetta frekar basic:

1 pakki Pillsbury Moist Supreme Classic White kökumix

3 egg

2 dl olía

1 dl vatn

Vanilludropar

1 dós Betty Crocker Zesty Lemon Icing krem (sem er btw geggjað)

1 dós vanillucustard

Kökuskraut

Þetta gengur einfaldlega út á að blanda kökumixinu við eggin, olíuna og vatnið, bara alveg eins og kemur fram á pakkanum. Svo í staðinn fyrir að setja deigið í stórt form þá set ég það í muffins form, fylli það 2/3 svo að toppurinn flæði aðeins yfir. Bakað í 20 mínútur við 175°C.

Toppurinn er svo skorinn af og u.þ.b. ein matskeið af köku tekin úr kökunni og vanillucustard sett í staðinn. Ambrosia Devon Custard sem ég notaði í þessa uppskrift keypti ég í Bretlandi en svipaðar vörur fást í Kosti og Hagkaup, einhverjum kann að finnast þetta ógirnilegt svona í dós, en ég get staðfest að það er auðveldlega hægt að borða þetta beint upp úr dósinni…svo er líka hægt að gera það frá grunni…eeeeen ég vildi hafa þetta fljótlegt og auðvelt. Ég hef líka feikað mig í gegnum vanillucustard með Royal vanillubúðing og rjóma.

Smá Zesty Lemon krem er sett á innanverðinn toppinn og hann settur aftur á, til að halda honum á sínum stað. Svo er kreminu smurt ríflega yfir og kökuskraut á toppinn.

Tilvalið í barnaafmælið, matarboðið eða föstudagskaffið, Stormsveitar pinnana fékk ég á Aliexpress, keypti reyndar haug af alls konar Star Wars dóti í eldhúsið þar. Ég elska að poppa upp venjulega rétti með svona sniðugheitum, en það er nú bara ég 🙂

Ég bar þetta svo fram með ís og saltkaramellusósu úr Ísbúðinni Laugalæk, sem er alveg frábær.

2017-03-12 20.08.21

Hér er þessu svo pakkað snyrtilega inn í Snapchat-form:

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s