Hér er smá twist á hefðbundinn tapas rétt sem allir ættu að þekkja. Djöfullinn á hestbaki snýr aftur…og nú er hann fylltur með hnetusmjöri.
Gróft hnetusmjör er best en ég átti Reese’s Creamy hnetusmjör og ég verð að segja að það virkar algjörlega. Ég smurði svo beikonið með smokey BBQ-sósu og bakaði í 15 mínútur við 200°C. Algjör snilld í veisluna, barnaafmælið eða sem cheeky brunch.