Fylltar súkkulaðikökur með kókos mascarponekremi

2017-04-02 14.45.31

Var ég nokkuð búinn að minnast á ást mína á Betty Crocker?

Aaalla vega, ég fann þessa hrikalega girnilegu blöndu í Kosti, ok ok ég veit hvernig þetta hljómar, matarbloggari að skrifa um Betty Crocker bakstur, algjört taboo, eitthvað duft sem maður blandar með eggjum, olíu og vatni og búmm.

Ég ætla bara að own-a það 🙂

Það fylgir með í pakkanum súkkulaði fylling sem er í raun bara Hershey’s súkkulaðismjör sem gerir þetta extra djúsí. 1/3 af deiginu er settur í botninn á muffins-formi, súkkulaðismjörið þar ofan á og svo er deiginu skipt jafnt yfir aftur.

Ég bjó svo til kókos mascarponekrem sem er súper einfalt og tónar vel við allt þetta súkkulaði góðgæti.

2017-04-02 14.38.46

Þú þarft:

Mascarpone ost

Flórsykur

Vanilludropa

Kókos

Kókosdropar (má sleppa)

Þessu er öllu hrært saman og ég reyni að finna jafnóðum hversu mikið þarf af hverju til að fá réttu áferðina. Kókosdroparnir fengust í Hagkaup en þeir eru ekki nauðsynlegir, ég set kókosmjöl í kremið og líka sem skraut.

Þetta er algjör bomba, ofur einfalt og smellpassar með einum rótsterkum bolla.

2017-04-02 14.45.08

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s