Jarðaberja Oreo ostakaka í krukku

Ég er veikur fyrir ostakökum, fárveikur. Ég elska að prófa mig áfram með fyllingar, áferð og framsetningu. Þessi ostakaka er súper einföld. Ég er með tvenns konar fyllingar, annars vegar rjómaost og jarðaberja Hershey‘s sýróp og hins vegar töfrabragð í rjóma og vanillubúðing. Ef þið hafið ekki prófað að hræra einn pakka af Royal vanillubúðing…

Jarðaberja jólakúlur

Ég hef gert nokkrar útgáfur af ostakökufylltum jarðaberjum og skrifað um, yfirleitt er fólk mjög hrifið þar sem þetta er frekar einfalt, myndrænt, fallegt og rosalega bragðgott. Ég notaði Driscol jarðaber, sem fást yfirleitt í Krónunni, þar sem þau eru rosalega bragðgóð, aðeins sætari en venjulegu jarðaberin sem eru risastór og frekar bragðlaus. Hérna kemur…

Viðtal í Jólablaði Fréttablaðsins

Ég spjallaði aðeins við Lilju Björk Hauksdóttur á Fréttablaðinu um jólin og ostakökufyllt jarðaber, íklæddur þykkri jólapeysu og með uppáhalds kaffibollann minn, brosandi þvinguðu brosi til Ernis ljósmyndara…sem borðaði svo öll jarðaberin með bestu lyst og leyfi.

Ostakökufyllt jarðaber

Á sumrin er gott að gera vel við sig í mat og drykk…sem og á öðrum árstíðum. Ég er mikill aðdáandi ostakökukrems og ég elska bara ostakökur yfir höfuð. Ég hef prófað margar útfærslur á kremi, hver hefur sinn sjarma. Stundum finnst mér gott að nota vanillubúðing frá Royal, hef prófað að gera New York…

New York ostakaka

Stundum fæ ég á heilann að ég verði að smakka hitt og þetta, elda hitt og þetta, eða gera eitthvað og eina leiðin til að losna við craving….er að láta það eftir þér. New York ostakaka er yfirleitt með sætum botni og osturinn með miklum vanillukeim, svo eru jarðaber á toppnum. Botninn er yfirleitt bakaður…en…

Piparmyntu Nóa kropps Nutella ostakaka

Móðir mín…ok svona ættu allar færslur að byrja. Móðir mín elskar ostakökur og hún elskar Nóa kropp, hún kenndi mér líka mjög ungum að elska Pipp og amma, mamma hennar kenndi mér að borða Remi kexið, þessi færsla er þess vegna til heiðurs þeim konum sem stærstan hluta eiga í uppeldi mínu og bera að…

Oreo- og Nizza ostakaka

Goðsagnirnar eru sannar! Ég frétti frá öðrum matgæðingi að hægt væri að búa til flauelsmjúka ostaköku úr Oreo og Nutella, ég hugsaði að þetta væri of gott til að vera satt og ákvað að prófa. Ég notaði hins vegar ekki original Nutella heldur nýtt heslihnetusúkkulaðismjör frá Nóa Sírius, Nizza. Þó mér finnist notkunin á Z-unni…