Stundum fæ ég á heilann að ég verði að smakka hitt og þetta, elda hitt og þetta, eða gera eitthvað og eina leiðin til að losna við craving….er að láta það eftir þér.
New York ostakaka er yfirleitt með sætum botni og osturinn með miklum vanillukeim, svo eru jarðaber á toppnum. Botninn er yfirleitt bakaður…en ekki hjá mér.
Botn:
Ca 140gr Digestive kex
75 gr bráðið smjör
Hálfur poki af butterscotch dropum
Aðferð:
Allt sett í matvinnsluvél og sett í form, flatt út og þétt, passa að móta góða brún, sett í ísskápin meðan hitt er unnið, mjög einfalt.
Ég erfði þetta forláta „Pizza and pastry“ rúllukefli frá ömmu minni og það hefur heldur betur komið sér vel.
Fyllingin er eiginlega í tvennu lagi og er svo blandað rólega saman:
400gr rjómaostur (ein dós)
2 msk flórsykur
2 tsk vanilludropar
1 pakki Royal vanillubúðingur
Hálfur líter rjómi
Aðferð:
Osturinn, sykur og dropar er blandað vel saman þar til það er orðið mjúkt og stíft. Búðingurinn er svo hrærðu útí rjómann þangað til hann nær sömu þykkt og osturinn. Þá er þessu öllu blandað saman.
Smurt ofan á botninn og jarðaber sem hafa legið í flórsykri eru svo sett ofan á.
Engin geimvísindi hér á ferð, Royal búðingurinn stendur fyrir sínu. Þetta er ótrúlega góð kaka, ekki of sæt þó hún sé sannarlega ekkert megrunarfæði.
Ein athugasemd Bæta þinni við