Karamellu ,,blondies“

2015-09-28 19.59.03

Flestir þekkja hugtakið um brownies, þessar mjúku, seigu súkkulaði koddakökur með ríku súkkulaðibragði sem getur sent mann til himna í einum munnbita.

Blondies eru í raun bara brownies án súkkulaði og með miklu vanillubragði og yfirleitt hvítu súkkulaði, ég notaði Butterscotch karamelludropa frá Nestlé í þessa uppskrift (oohh elsku Kostur!)
2015-09-28 19.06.56
Til að hressa þetta svo allt við hrúgaði ég kökuskrauti útí deigið og þetta urðu svona haust-regnbogakökur. Skemmtilegt.

Uppskrift:
115 gr bráðið smjör
230gr púðursykur
1 stórt egg
2 tsk vanilludropar
0,5 tsk karemommudropar
Smá salt
0,5 tsk lyftiduft
0,5 tsk matarsódi
140gr hveiti
Hálfur poki Herseys Butterscotch dropar
Slatti af kökuskrauti

Aðferð:
Smjör og púðursykur þeytt vel saman, egg og dropar fara svo útí, þá þurrefnin í þeirri röð sem þau birtast.
Sett í hæfilegt form, ekki hafa of þykkt, bakað í 20 mínútur við 200°C.

2015-09-28 19.20.11

Seigar og með þykku vanillubragði með karamellukeim.
Njótist með ískaldri mjólk eða rótsterku kaffi.

2015-09-28 20.02.59

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s