Sætkartöflusalat með beikoni

2015-09-22 18.29.31

Aðdáun mín á sætum kartöflum minnkaði ekki neitt eftir að ég horfði á fyrstu þættina af Jamie´s Super Food með Jamie Oliver.
Þar ferðast hann um heiminn og leitar að svokallaðri ofurfæðu, eða því sem hann skilgreinir sem ofurfæðu og þar er hann mikið að vinna með sætar kartöflur og annað af mínu uppáhaldi, gulum baunum.

Þetta sætkartöflusalat með beikoni er þess vegna tileinkað Jamie mínum.

Í salatinu eru:
Sæt kartafla
Ólívuolía
Rauðlaukur
Hvítlaukur
Döðlur
Gular baunir
Salt
Pipar
…og leynikryddið…Anís.
2015-09-22 18.39.09
Þetta er allt skorið í grófa bita, skellt í eldfast mót og bakað í 30 mínútur við 200°c, þá er hrist aðeins upp í þessu og beikon lagt yfir og bbq-olíu sallað yfir og aftur í ofninn í 25 mínútur.
2015-09-22 19.12.372015-09-22 19.42.12
Borið fram með Smokey Barbecue Aioli, spínati og feta. Stórkostlegt.

2015-09-22 19.45.592015-09-22 19.46.12

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s