Oooh krakkar, það er fátt jafn indulgent og súkkulaðihúðuð jarðaber…nema þau séu súkkulaðihúðuð með bingókúlu-súkkulaði!!
Ég seldi úr mér annað nýrað og keypti mér eitt box af íslenskum jarðaberjum, þau eru aðeins sætari og bragðmeiri en þau hollensku eða egypsku.
Tæplega einn poki af bingókúlum, dass af ljósu hjúpsúkkulaði og smá sletta af rjóma fór í pott og hitað við lágan hita og hrært jafnt og þétt.
Berjunum dýft í, lagt á kaldan disk með bökunarpappír og flórsykri, sett í ísskáp í hálftíma og búmm! Súkkulaðið verður seigt, teygjanlegt og dásamlegt á bragðið og fer frábærlega með berjunum.