Viðtal í Jólablaði Fréttablaðsins

Ég spjallaði aðeins við Lilju Björk Hauksdóttur á Fréttablaðinu um jólin og ostakökufyllt jarðaber, íklæddur þykkri jólapeysu og með uppáhalds kaffibollann minn, brosandi þvinguðu brosi til Ernis ljósmyndara…sem borðaði svo öll jarðaberin með bestu lyst og leyfi.

Jarðaber með bingókúlusúkkulaði

Oooh krakkar, það er fátt jafn indulgent og súkkulaðihúðuð jarðaber…nema þau séu súkkulaðihúðuð með bingókúlu-súkkulaði!! Ég seldi úr mér annað nýrað og keypti mér eitt box af íslenskum jarðaberjum, þau eru aðeins sætari og bragðmeiri en þau hollensku eða egypsku. Tæplega einn poki af bingókúlum, dass af ljósu hjúpsúkkulaði og smá sletta af rjóma fór…