Spínatsalat með sætum kartöflum og kjúklingi.

2015-10-19 18.27.50

Salat þarf ekki alltaf að vera hollt…það þarf kannski fyrst og fremst að vera gott.

Þetta salat er líklegast alls ekki hollt en það er rosalega gott.

Í grunninn notaði ég barnaspínat frá Lambhaga, appelsínugula papriku, avocado og piccolo tómata.

Síðan komu sætar kartöflur sem ég bakaði með rauðlauk og truffluolíu.

Þá voru það kjúklingabringur sem ég skar í litla bita, velti upp úr hveiti og Creole kryddi, eggi og raspi. Bakaði svo í 50 mínútur.

Þá kom að stjörnuleikmönnunum, Smokey Barbecue Aioli og Roasted Garlic Vinaigrette frá Stonewall Kitchen. Ég er rosa hrifinn af Stonewall vörunum og það er næstum allt gott í þessari línu.
IMG_20151019_183118
Ég er að vinna í Kjöt og fisk versluninni á horni Bergstaðastrætis og Spítalastígs og þar fást næstum allar Farmhouse vörurnar ásamt alls konar öðru stöffi, ég er búinn að versla svo mikið í búðinni að ég held að vinnan mín komi út á sléttu.
2015-09-03 19.00.32 2015-09-03 18.59.29
Fyrir þá sem vilja rekast á mig í búðinni er ég bakvið búðarborðið alla miðvikudaga og fimmtudaga frá kl 16-19 og stöku laugardag.

2015-09-19 15.08.52

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s