Teriyaki steikarsamloka

2015-10-24 19.43.06

Laugardagskvöld, steikarsamloka, fer vel saman.

Ég notaði nauta framfillet og marineraði það í Sesam Ginger Teryiaki sósu frá Stonewall Kitchen, smá salt og pipar. Kjötið er steikt á pönnu í ólívuolíu og sett svo í ofn við 150°C þar til kjarnhitinn nær 60°C, tekið út og látið jafna sig í ca 15 mínútur, svo er það skorið í þunnar sneiðar, kannski saltað og piprað til ef þarf.

2015-10-24 18.31.40 2015-10-24 18.22.10 2015-10-24 19.38.43

Brauðið er kúmenbrauð frá Bernhöftsbakarí sem ég steikti á sömu pönnu og kjötið þannig að það drakk í sig olíuna og sesam fræin.

2015-10-24 19.35.54

Á samlokuna fóru síðan bearnaise sósa frá Kjöt og fisk, sem er líklegast ein sú besta sem ég hef smakkað, Lambhaga salat og litlar súrar gúrkur.

Meðlæti, frekar einfalt, kirsuberjatómatar og franskar frá Vitabar (sem voru reyndar ekkert spes). Teryiaki marineringin fer vel með sætunni úr bearnaise sósunni, þetta hitti beint í mark.

2015-10-24 19.41.47-2

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s