Súkkulaðikvartett

2015-12-20 14.37.53

Súkkulaðikvartett-kökur

Hvernig kemur maður fjórum tegundum af súkkulaði í eina uppskrift án þess að því sé ofgert? Svarið fæst með þessum dásamlegu kökum.
Það er í raun mjög erfitt að halda sig frá þessu deigi, það væri hægt að bera það fram með t.d. vanilluís óbakað.

Saltið dregur fram það besta í súkkulaðinu og Nutella smjörið veitir þessu sætu sem lætur mann fá sting í endajaxlana.

Í kvartettnum leika aðalhlutverkin: 70% súkkulaði, Suðusúkkulaðidropar, Nutella og kakó.


Innihald:
125 gr 70% súkkulaði (bráðið)
150 gr hveiti
30 gr kakó
0,5 tsk matarsódi
0,5 tsk lyftiduft
1 tsk sjávarsalt
125 gr smjör (mjúkt)
75 gr púðursykur
50 gr sykur
2 msk Nutella
2 tsk vanilludropar
1 egg
1 poki Suðusúkkulaðidropar

Aðferð:
– Hitið ofninn í 170°c og bræðið 70% súkkulaðið yfir vatnsbaði.
– Hrærið sykrunum og smjörinu vel saman og setjið svo bráðið súkkulaðið og Nutellað saman við og hrærið vel.
– Egg og vanilludropar fara næst útí blönduna.
– Blandið þurrefnum saman og setjið smátt og smátt útí og blandið vel.
– Að lokum fara súkkulaðidroparnir saman við og er blandið vel.
– Með tveimur teskeiðum eru svo mótuð smá súkkulaði fjöll á plötu og bakað í ca 15 mínútur.


Þessar kökur eru frábærar og svona aðeins öðruvísi en þessar hefðbundnu jólakökur og þær bragðast stórkostlega með espresso kaffi eða jafnvel með góðum dökkum stout, t.d. Garún. Í Garúnu eru tónar sem kalla fram kaffi og dökkt súkkulaði svo að þetta er match made in heaven.

2015-12-20 14.38.10

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s