Spínatsalat með sætum kartöflum og kjúklingi.

Salat þarf ekki alltaf að vera hollt…það þarf kannski fyrst og fremst að vera gott. Þetta salat er líklegast alls ekki hollt en það er rosalega gott. Í grunninn notaði ég barnaspínat frá Lambhaga, appelsínugula papriku, avocado og piccolo tómata. Síðan komu sætar kartöflur sem ég bakaði með rauðlauk og truffluolíu. Þá voru það kjúklingabringur…