Jarðaberja jólakúlur

2016-10-30-21-48-57

Ég hef gert nokkrar útgáfur af ostakökufylltum jarðaberjum og skrifað um, yfirleitt er fólk mjög hrifið þar sem þetta er frekar einfalt, myndrænt, fallegt og rosalega bragðgott.

Ég notaði Driscol jarðaber, sem fást yfirleitt í Krónunni, þar sem þau eru rosalega bragðgóð, aðeins sætari en venjulegu jarðaberin sem eru risastór og frekar bragðlaus.

Hérna kemur jólaútgáfan:

Það sem til þarf:

Stór jarðaber

Rjómaostur

Vanillubúðingsduft

(Mjólk eða vanilludropar eftir smekk)

Hvítt súkkulaði

Silfurperlur

Aðferð:

Hatturinn er skorinn af jarðaberjunum og kjarninn tekinn úr. Rjómaosturinn er svo hrærður við búðingsduftið og ef það er of þykkt er hægt að þynna kremið með smá mjólkur/rjómaslettu eða vanilludropum, allt eftir því hversu bragðsterkt þú vilt hafa kremið, mér finnst alltaf lang best að smakka mig áfram, ég á svo erfitt með að mæla allt nákvæmlega, er meira í dassinu. Kreminu er svo sprautað eða komið fyrir í kjarnanum á jarðaberinu, hatturinn settur á aftur og svo í smá stund í ísskáp, eða svona rétt á meðan maður bræðir hvíta súkkulaðið yfir vatnsbaði.

2016-10-30-22-05-32

Síðan er súkkulaðinu seytlað yfir og silfurkúlum sáldrað svo yfir. Afskaplega sjónrænt og bragðgott. Tilvalið í jólapartýið.

2016-10-31-16-00-38

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s