Svarthöfðakökur með lakkríssalti

2016-11-27-15-09-00

Þessar kökur eru tileinkaðar öllum Star Wars aðdáendunum þarna úti. Eins og ég hef áður skrifað um þá er eldhúsið mitt málað með litapallettu úr Star Wars sjá hér: https://toddibrasar.com/2016/04/01/eldhusid-musterid/

Ég elska að eiga nördakvöld, poppa, og horfa á gömlu Star Wars  myndirnar, það er eitthvað við þær, einhver hlýja, einhver mannlegur breyskleiki sem er svo fallegur, svo er náttúrulega Chewbacca stórkostlega djúpur og misskilinn karakter. Star Wars Holiday Special er svo andlegt heilablóðfall fyrir jólabarnið í mér.giphy

Svarthöfðakökurnar innihalda allt það sem er gott, bráðið suðusúkkulaði, rjómasúkkulaði, hnetusmjör, lakkríssalt og súkkulaði með rúsínum…af því Svarthöfði var líka (og kannski aðallega) óþokki.

2016-11-27-14-11-37

Innihald:
140 gr Suðusúkkulaði (bráðið)
160 gr hveiti
30 gr kakó
0,5 tsk matarsódi
0,5 tsk lyftiduft
2 tsk Lakkrís sjávarsalt
125 gr smjör (mjúkt)
70 gr púðursykur
70 gr sykur
3 msk hnetusmjör
2 tsk vanilludropar
2 egg
1 stór plata af Rjómasúkkulaði með rúsínum og hnetum

Aðferð:
– Hitið ofninn í 170°c og bræðið Suðusúkkulaðið yfir vatnsbaði.
– Hrærið sykrunum og smjörinu vel saman og setjið svo bráðið súkkulaðið og hnetusmjörið saman við og blandið vel.
– Egg og vanilludropar fara næst útí blönduna.
– Blandið þurrefnum saman og setjið smátt og smátt útí og blandið vel.
– Að lokum fer brytjað Rjómasúkkulaðið saman við og er blandað vel.
– Með tveimur teskeiðum eru svo mótuð smá súkkulaði fjöll á plötu og bakað í ca 15 mínútur.

Það er algjör bragðsprengja í gangi, saltið opnar á hnetusmjörið þetta kallast allt vel á við hvert annað og þessi mýkt sem kemur með Rjómasúkkulaðinu gæti verið tengingin við það góða í Svarthöfða, eftir allt sama var hann á einhverjum tímapunkti meiri maður en vél.

2016-11-27-14-53-10

PS. Kæri jólasveinn, ef þú átt leið um Leifsgötuna þetta árið þá langar mig afskaplega mikið í fallega rauða eða svarta Kitchen Aid hrærivél.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s