Antipasti brauðterta

2017-06-24 11.55.19

Í minningunni voru brauðtertur við öll tækifæri í minni fjölskyldu, alltaf þegar einhver átti afmæli, í fermingum, skírnum, reisugillum (skemmtilegt orð) og að ég tali nú ekki um í áramótapartíum. Alltaf þurfti að tjalda til alla vega einni skinku brauðtertu og helst einni rækju- eða túnfiskssalats.

Í dag finnst mér þetta algjör viðbjóður og ég er nokkuð viss um að þeir sem hafa bitið í brauðtertu með súru Gunnars majones viðbjóði (sem er náttúrulega alls ekki majónes heldur bara eitthvað hlaup) hljóta að vera sammála mér.

Krakkar, ef þið ætlið að gera majónes salat í dag, gerið það fyrir mig að nota eitthvað almennilegt stöff eins og Hellman‘s, sýrðan rjóma eða bara heimatilbúið majónes, hitt er bara alveg hræðilegt.

Þessi brauðterta er pínu öðruvísi og meira svona eins og skúlptúr. Hugmyndin er sáraeinföld og tertan er byggð upp á vejunlegt samlokubrauð.

Þú þarft í salatið:

3 dósir af sýrðum rjóma

6 egg

Sólþurrkaðir tómatar, gróft saxaðir

Parmesan

Ferskt basil

Ferskur graslaukur

Hvítlaukur, pressaður

Hálfur rauðlaukur, smátt skorinn

Einn rauður chilli pipar, smátt skorinn

Smokey Mesquite BBQ sósa, eftir smekk

Salt og pipar

 

Ofan á:

Parma skinka

Ítalskt salami

Grænar ólívur í sneiðum

Marineraðar paprikur

Klettasalat

Basil og graslaukur

Parmesan

Salatið er hrært saman og svo raðaði ég brauðinu (án skorpu) í „fiðrildi“ á stóran disk, setti þar salat, svo annað brauðlag, svo salat, svo brauðlag, svo salat og loks skrautið sem þarf að vera mjög villt. Gúrmei, einfalt og algjör hittari!

2017-06-24 11.55.32

 

2 athugasemdir Bæta þinni við

  1. Drífa skrifar:

    Vá, hún lítur sjúklega vel út! Ein spurning, passar bbq sósan í þetta combó, hvað væri hægt að nota í staðinn ef maður er ekki hrifin af bbq? 🙂

    1. Töddi brasar skrifar:

      Hæ, þú getur notað hvað sem er, kannski bara salt og pipar, smá hvítlaukssalt, eitthvað sem þér finnst gott, smá sítrónusafi gæti líka verið himneskt 😉

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s