Sumarsalat með tempuramaís

2017-04-30 13.11.39

Vorið heldur áfram að vera vor. Sól, slydda, sól, rigning, stormur, hlýtt, frost, sól, og þetta er bara fyrir hádegi. Ég þrái sólina og að geta farið út á skyrtunni…og í buxum að sjálfsögðu 🙂

Grill og salat er það sem ég tengi við sumarfæði. Grillið mitt er í garðinum, sem er fjórum hæðum fyrir neðan mig, það dregur úr mér grillmáttinn en ég mun sannarlega reyna grilltæknina um leið og einhver býður mér í heimsókn til að elda.

Mér finnst að salat verði að innihalda annað hvort ber eða tómata, aldrei bæði, svo þarf salat að innihalda einhvers konar crunch.

Sumarsalatið er ofur einfalt:

Salatblanda

Rauðlaukur

Avocado

Hindber

Muldir valhnetukjarnar

Sítrónusafi

Lime

Salt og pipar

2017-04-30 12.32.15

Lykilatriði hérna er að skera allt í rétt hlutföll, ekki láta salatið vera klunnalegt, ég set alltaf metnað í að skera rauðlaukinn í þunnar sneiðar, lime-ið sömuleiðis. Avocado-ið þarf að vera í skynsamlegum sneiðum, fer rosa vel með hindberjunum.

Ég hef prófað mig áfram með alls konar í tempura, það gerist eitthvað þegar maður djústeikir maís. Hvet maís-enthusiasts til að prófa maísinn á El Santo á Hverfisgötu hann er alveg truflaður.

Ég keypti ferskan maís í Krónunni og skar hann af kólfunum, ég keypti þrjá og einn af þeim var myglaður þannig að það var eins gott ég keypti umfram.

Tempuraduftið fæst í Vietnam market á Suðurlandsbraut, maður þarf bara að hræra það út í vatni og finna rétta þykkt, maísnum er svo blandað við svo er ein skeið í einu sett í sjóðandi olíu, svo er veitt upp úr og saltað.2017-04-30 12.53.33

Ég nota veiðiháfinn sem ég keypti í Williams Sonoma í New York, mér finnst hann afar fallegur.

2017-04-30 14.10.06

Salat er svo einfalt, smá sítróna, ólívuolía og svartur pipar er oft nóg fyrir mig, allt hitt er extra, í þessu salati er svo sannarlega nóg af því.

Ég bar svo salatið fram með bökuðum sætum kartöflum og sýrðum rjóma salatdressingu frá Gestus sem fæst í Krónunni líka og er alveg prýðileg.

Líflegt sumarsalat með með góðum snúningi og nóg af crunch-i.

Svo er hérna mynd af mér, aðeins of glöðum haldandi á salatinu, af því mér sýnist að það sé þannig sem matarbloggarar gera 😉

2017-04-30 13.12.53 02

 

ATH: Ekkert í þessari færslu er kostað, sponsað eða annað slíkt, mér finnst bara gaman að segja frá fallegum hlutum.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s