Sunnudagssnúðar með pistasíukremi

Haustlægðirnar sigla yfir landið ein af annarri. Það er ekkert betra á stormasömum sunnudegi en að baka, hugleiða, hlusta á ljúfan eldhúsjazz og smátt og smátt fyllist húsið af kanil- og vanilluilm og um leið og síðasta platan kemur úr ofninum hellir maður uppá. Oooohh.

Hér er úrvals eldhúsjazz playlisti:

Ég hreinleg elska kanilsnúða. Hér kemur mjög einföld uppskrift sem ég tvíkaði aðeins til með því að gluða pistasíukremi inn í þá í viðbót við smjör/kanil/púðursykurs kombóið. Ég keypti ansi margar krukkur af þessu kremi á Ítalíu síðasta sumar en ég veit að Jói Fel selur svipað frá Nicolas Vahé sem er ofsalega gott.

2019-09-15 14.25.25

Þú þarft:

  • 500gr hveiti
  • 100 gr sykur
  • 1 pakki þurrger
  • 2 tsk salt
  • 2 tsk vanilludropar
  • 1 dós KEA skyr með kaffi og vanillu
  • 2 egg
  • 80 gr mjúkt smjör

Fylling:

  • 100 gr bráðið smjör
  • 3 msk púðursykur
  • 1 msk kanill
  • 1 dós pistasíukrem

Maður blandar saman þurrefnunum og svo fer restin útí eitt af öðru, allt í rólegheitunum. Deigið er látið hefast í 30 mínútur og svo er hnoðað duglega aftur og flatt út.2019-09-15 14.14.02

Ég nota þetta KEA skyr sem er í uppáhaldi hjá mér núna, slær jafnvel út grísku kaffijógúrtina frá Örnu.

2019-09-15 13.32.39

Smjör, púðursykur og kanill er hrært vel saman þar til það er mjúkt, þá er það penslað á deigið, svo er pistasíukreminu dreift yfir. Deiginu er svo rúllað í pulsu og snúðarnir skornir í ásættanlega stærð.

Ég myl svo valhnetukjarna yfir snúðana bara svona af því bara en það má náttúrulega sleppa því.

Snúðarnir eru bakaðir í 25 mínútur við 200°C…geggjaðir!

2019-09-15 16.05.35

IMG_20190915_153600_946

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s