Fylltar kjúklingabringur vafðar í beikon

Það er gott að grípa í þennan rétt ef maður á óvænt von á gestum í mat. Fljótlegt, einfalt og gengur með alls konar meðlæti.

Þú þarft:

  • Kjúklingabringur
  • Ólívur
  • Fetaostur
  • Chilli pesto
  • Beikon

Ég byrja alltaf á að taka lundirnar af bringunum og grilla þær sér…og þá yfirleitt í annarri marinerinu, t.d. teryiaki, bara svona uppá flippið.

Síðan sker ég langsum í hliðarnar á bringunum og bý til lítinn vasa, set ca 1 tsk af chilli pestó, ólívur og fetaost í ,,vasann“ og vef svo beikoni utan um til að loka sárinu. Það er svo ljómandi gott að krydda beikonið með einhverju góðu ítölsku kryddi….nú eða smyrja með BBQ-sósu, neinei, segi svona.

Það er ekki verra ef maður getur leyft bringunum að hvíla svona í ca 30 mínútur.

2019-05-30 18.16.33

Svo grilla ég þetta fyrst á miklum hita til að loka og fá krispí beikon og svo á minni hita þar til bringurnar eru eldaðar í gegn. Bringurnar verða mjög djúsí þar sem beikonið innsiglar vökvann og pestóið marinerar bringurnar að innan.

Það er fátt betra en að standa útá svölum og grilla í kvöldsólinni 🙂

2019-05-30 18.15.17

Fyrir meðlæti finnst mér best að grilla sætar kartöflur, kannski smá maís, og bera svo kalda sósu fram með.

Fullkomið sumargrill!

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s