Brokkhólímólí!

Ég datt niður á eitthvað geggjaðasta brokkólípartý sem ég hef upplifað.

Hef alltaf verið hrifinn af brokkólí og blómkáli, það er líka eitthvað svo ofsalega groddalegt að bíta í haus af brokkólí, eitthvað svo barbarískt og fallegt. Eða erum við að tala um spergilkál?? Enn betra!

2019-08-17 18.37.43

Þú þarft:

  • Spergilkál
  • Chipotle paste
  • Maukaðan hvítlauk
  • Smjör
  • Rifinn piparost
  • Chilli flögur
  • Sesamfræ
  • Salt

Ég set nokkrar klípur af smjöri í eldfast mót, hræri saman hvítlauk og chipotle maukinu. Spergilkálið fer svo í fatið og nudda vel upp úr blöndunni. Ríf svo piparost yfir, strái chilli og sesamfræjum, smá salt. Baka í 30 mínútur við 200°C, smá blástur í lokin. Bingó!

2019-08-17 18.41.31

Við þurfum að tala um þetta Chipotle paste, það er algjörlega geggjað, ég tæti mig í gegnum hverja krukkuna af annarri. Þetta er hrikalega gott með öllu rótargrænmeti, kartöflum og smjöri og með nautasteik. Algjörlega geggjað og fæst í næsta stórmarkaði, alla vega pottþétt í Hagkaup.

2019-08-17 18.39.50

2019-08-17 18.45.07

Geggjað eitt og sér, geggjað sem meðlæti, geggjað sem millimál. Geggjað!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s