Grískur sítrónukjúklingur, fullkominn fyrir Eurovision!

Eurovision, móðir allra sjónvarpsviðburða er í fullum gangi þessa vikuna. Það er hægt að elska eða hata Eurovision en það eru fáir viðburðir sem búa til jafn mörg teitistilefni eða er jafn mikill hvati til að hittast og borða góðan mat saman.

Ég er rosalegur Eurovision aðdáandi, ég hreinlega elska þetta. Tónlistin er yfirleitt hræðileg og þetta er allt mjög kjánalegt en þetta er samt svo skemmtilegt. Ég stúdera framlögin reyni að skilja textana og er á endanum farinn að fíla jafnvel 6-7 lög…svo eftir aðalkeppnina vil ég helst aldrei heyra þessi lög aftur. Svo byrjar þetta allt aftur að ári.

Ég er hrifnastur af austurríska laginu í ár en efast þó um að það vinni keppnina.

Grikkir skora yfirleitt mjög hátt á Eurovision skalanum…þó ekki alveg í ár.

Grískur sítrónukjúklingur er hins vegar búinn að vera veltast um í kollinum á mér í þó nokkurn tíma, ég veit ekki af hverju eða hvernig hann komst þangað en þar hefur hann nú verið samt. Ég pældi mikið í meðlætinu og drykkjarföngum, kartöflur, músakka og það allt.2018-05-08 18.56.24

Mágur minn kynnti Pfaff vínið (alveg eins og saumavélarnar) fyrir mér og benti mér á að Gewurztraminer þrúgan væri geggjuð hjá þeim, og sannarlega rétt, ekki alveg jafn sæt og Riesling en næstum því, ótrúlega ferskt og temmilega súrt, fer mjög vel með sítrónukjúklingnum.2018-05-08 18.50.38

Í þennan rétt þarftu:

 • Ólívuolíu
 • 4 sítrónur
 • Kartöflur
 • Rauðlauk
 • Grænar ólívur
 • 4 kjúklingabringur
 • Hveiti
 • 3 egg
 • Raspur
 • Hvítlauksduft
 • Oregano
 • Parmesan (nóg af honum)
 • Salt
 • Pipar

Ég byrja á að hita ólívuolíu, salt og börk af einni og hálfri sítrónu í potti, þegar það er kominn upp smá hiti þá swirlar maður þetta saman, þá er olían komin með sítrónukeim.

sítrónuswirl

Sker niður kartöflur og rauðlauk og set í stórt eldfast mót ásamt ólívunum, helli olíunni þar yfir, oregano og smá salt og pipar.

Þá er það raspurinn, mér finnst best að stilla þessu upp í þrjár skálar og ímynda mér að ég sé að vinna á færibandi í Salathúsinu…í einni skál er bara hveiti, þeirri næstu egg og svo er það raspblandan sem inniheldur rasp, hvítlauksduft, salt, fullt af parmesan og kjöt af einni og hálfri sítrónu.

Kjúklingabringurnar eru svo skornar í ca 3 bita hver, velt upp úr hveiti, svo eggjum, svo raspblöndunni og lagt ofan á grænmetið. Skreyti með sítrónusneiðum.

Baka þetta svo í ofni á 200°C í 45 mínútur.

Ilmurinn úr eldhúsinu er svo lokkandi að ég er farinn að stíga trylltan zorba!

zorba

Ég tek svo kjúklinginn af grænmetinu og leyfi honum að hvíla, blasta svo grænmetið á blæstri í 15mín.

Þá er komið að x-factornum, leyniatriðinu, hunangssinnepssóunni í pylsuendanum.

2018-05-08 18.41.06-2

Þessi svokallaða graflaxsósa er besta hunangssinepssósan á markaðnum í dag…og hún hefur ekkert með lax að gera, ekki láta brúsan blekkja ykkur, þetta er sturlun.

2018-05-08 18.56.02

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s