Next level hvítlauksbrauð

Frosið hvítt hvítlauksbrauð, hent í ofn, ískalt kók, það læknar jafnt hjartasár sem þykkustu þynnku.

Hér er smá tvist, með lítilli fyrirhöfn er hægt að færa þetta partý á annað stig.

Þú þarft:

  • Frosið hvítlauksbrauð (Hatting)
  • Chilli olíu
  • Góða BBQ sósu
  • Rifinn mozzarella
  • Chilli flögur
  • Svartan pipar

Þetta er eiginlega hálfgert svindl þetta er svo auðvelt og svo fáránleg gott.

Ég set smá ost á bökunarpappírinn, mér finnst best að nota Kú ostinn, hann er grófur og bráðnar vel.

Svo fer frosið brauðið þar ofan á, Hatting er uppáhalds, forðist Euroshopper. Chilli olía, BBQ sósa og þá alveg slatti af osti þar yfir. Chilli flögur og svartur pipar fyrir þá sem þora. Einhvern veginn svona:

Bakað við 200°C í 15 mínútur. Svo sker ég í bita þvert á skurðinn sem er fyrir þá verður brauðið miklu viðráðanlegra og fallegra.

Smakkast langbest með ísköldum Honey Dew.

VARÚÐ! Þetta er ofsalega heitt…og hrikalega gott.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s