Nautalund í heimagerðum brauðrasp

 

2016-05-01 18.46.07Það er ein ljómandi fín kona sem gefið hefur út matreiðslubækur sem venur komur sínar í búðina (Kjöt og fisk) og við spjöllum oft heilmikið um mat og nýjar hugmyndir.

Hún sagði mér frá því að henni finnst rosalega gott að elda nautalund bara með venjulegum raspi, steikir svo úr smjöri og þetta sé svona eins og svindlbragð. Mér fannst þetta mjög áhugaverð pæling en venjulegur raspur gerir lítið fyrir mig.

Ég ákvað því að búa til minn eigin rasp, ég fór í Brauð og co á Frakkastíg og keypti dýrindissúrdeigsbrauð sem ég blandaði við alls konar gúmmelaði.

 

Í raspinn þarftu:

1 súrdeigsbrauð

6 hvítlauksrif

Góðan bita af parmesan

Safi úr 2 lime

2 slettur ólívuolía

Salt og mögulega krydd

Ég skar brauðið í þykkar sneiðar og raðaði í form. Parmesaninn skar ég gróft og setti í matvinnsluvél með restinni af innihaldinu. Þetta er maukað vel saman, í raun er maður að búa til einhvers konar pesto, þessu er svo smurt á brauðið og þetta er svo sett í ofn í 15 mínútur. Tekið út og látið kólna, þá harðnar brauðið, þornar, skorið í grófa bita og allt sett í matvinnsluvél og úr verður bragðgóður og grófur raspur sem má í raun nota á allt.

Já, ég veit hvað þú ert að hugsa…þetta er einn dýr brauðraspur, en það er allt í lagi, því hann er glorious!

Ég tók ,,hausinn“ af nautalundinni af praktískum ástæðum og steikti ég á pönnu úr miklu smjöri, leyfði henni að jafna sig aðeins og smurði svo vel af creamy Dijon sinnep á hana alla, velti svo vel upp úr raspinum og bakaði í 30 mínútur eða þar til kjarnhitinn var kominn í 53°C.

Þetta var svo borið fram með klettasalati, kartöflusalati og bearnaisesósu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s