Beikonvafinn banani fylltur með hnetusmjöri

2016-05-01 02 10.37.58

Ég hef aldrei verið hrifinn af beikonvafinni hörpuskel, það er eitthvað við bragðið og áferðina sem truflar mig. Hins vegar finnst mér það mjög fallegur réttur, hörpuskelin gefur manni fögur fyrirheit um gott bragð og eilífa hamingju en svíkur svo allt sem sem hún hafði lofað og maður situr eftir með salt-fiskibragð og klígju yfir gúmmíkenndri áferð.

Beikon hins vegar og gömlu vinirnir hnetusmjör og banani bregðast manni aldrei. Samloka með bönunum og hnetusmjöri er náttúrulega ein mest indulgent samloka sem fyrirfinnst, tala nú ekki um ef maður steikir hana í smjöri á pönnu, en meira um það síðar.

Mig langaði að gera smárétta útgáfu af þessu.

Innihald:

Beikon

Banani

Gróft (crunchy) hnetusmjör

Bananabitarnir eru svipaðir að stærð og hörpuskelin og ég byrjaði á að skera 1/4 úr bitanum, hnetusmjörinu er svo smurt í sárið og vafið í beikon og steikt á pönnu á öllum hliðum. Fyrir extra umhyggju þá má seitla hunangi yfir.

Þetta er bragðsprengja.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s