Rauðrófuborgari með hnetusmjöri og rauðlaukssultu

Ég veit að ég hef verið með fögur fyrirheit um ást mína á steikum, beikoni and all that jazz. En undanfarið, veit ekki hvort það sé aldurinn sem færist svona yfir eða hvað, þá kann ég betur og betur að meta góð salöt, grænmetisfæði og annað svoleiðis gúmmelaði. Rauðrófuborgararnir frá Strong Roots sem fást yfirleitt…

Hvíthyskis sörur sem þarf ekki að baka

Það hefur fylgt jólahefðinni hjá mér að gera hvíthyskissörur svona korter í jól. Ofur einfalt, ofsalega gott og þarf ekkert að baka eða vesenast. Svo meikar þetta allt sense. Saltið í kexinu og súkkulaðið, hnetusmjörið og kaffið og svo þetta allt saman. Svo er dásamlegt að toppa kökurnar með kökuskrauti í staðinn fyrir möndlur eða…

Ísbjarnakökur með lakkrís og hnetusmjörs M&M

Aaaah jólin! Uppáhalds árstíminn minn. Ég er fáránlega gamaldags og uppfullur af klysjukenndum rómantískum hugarmyndum af jólunum. Algjör jólaálfur 🙂 Heitt kakó með rjóma, dísætar smákökur, snjór og kúrt yfir kertaljósi fyrir framan jólamynd, get varla hugsað mér neitt betra. Í þessar kökur þarftu: 100 gr sykur 70gr púðursykur 125 gr bráðið smjör 1 egg…

Elvis samloka (hnetusmjör, banani, beikon)

Það er búið að gefa út margar kokkabækur um Elvis Presley og mataræðið hans. Hann var þekktur fyrir dálæti sitt á kaloríuríkum samlokum. Það eru til sögur af því þegar hann flaug nokkrum úr hljómsveitinni sinni frá Las Vegas eftir tónleika til Colorado því þar fékk hann uppáhalds samlokuna sína sem samanstóð af heilu fransbrauði,…

Beikonvafinn banani fylltur með hnetusmjöri

Ég hef aldrei verið hrifinn af beikonvafinni hörpuskel, það er eitthvað við bragðið og áferðina sem truflar mig. Hins vegar finnst mér það mjög fallegur réttur, hörpuskelin gefur manni fögur fyrirheit um gott bragð og eilífa hamingju en svíkur svo allt sem sem hún hafði lofað og maður situr eftir með salt-fiskibragð og klígju yfir gúmmíkenndri…

Hnetusmjörs- og lakkrísmuffins með appelsínuglassúr

Muffins, múffur, bollakökur, hvað sem þið viljið kalla það, ég elska þetta allt! Þetta fjúsíon á milli hnetusmjörs og lakkrís er rosalegt. Markaðsdeild Nóa Sírius er á fullu þessa daganna við að blanda saman alls konar í kassa fyrir útlendingana, sá núna síðast, Nóa Kropp og Lakkrískonfekt saman, það er athyglisvert. Ég hef hins vegar…

Elvis-samloka

Það kom að því, ég stóðst ekki mátið, ég er búinn að hugsa um þessa ansi lengi. Ég hef lesið um og heyrt fólk tala fjálglega um hvernig hin raunverulega Elvis-samloka hafi verið, sumir segja að hún hafi verið djúpsteikt í orlý-deigi, aðrir segja að hún hafi verið vafin í smjördeig og jafnvel með rjómafyllingu….