Rauðrófuborgari með hnetusmjöri og rauðlaukssultu

Ég veit að ég hef verið með fögur fyrirheit um ást mína á steikum, beikoni and all that jazz. En undanfarið, veit ekki hvort það sé aldurinn sem færist svona yfir eða hvað, þá kann ég betur og betur að meta góð salöt, grænmetisfæði og annað svoleiðis gúmmelaði.

2019-06-11 17.44.07

Rauðrófuborgararnir frá Strong Roots sem fást yfirleitt í Krónunni finnst mér rosa góðir, sætu kartöflurnar frá sama brandi eru líka geggjaðar. Ég get líklegast seint yfirgefið hnetusmjörið og því lauma ég því með í þennan rétt.

Ég nota líka á þennan borgara röstí kartöfluskífu og avocado. Bergbys sætt sinnep (þessi ljósbrúna, ekki þessi gula) og Chimi Churri sósu ásamt smátt söxuðu selleríi sem fer yfir hnetusmjörið.

 

Þú þarft:

  • Brioche hamborgarabrauð
  • Rauðarófu borgara
  • Röstí kartöfluskífur
  • Gróft hnetusmjör
  • Smá olíu
  • Smátt saxað sellerí
  • Vel þroskuð avocado
  • Rauðlaukssultu
  • Salt, pipar og þurrkaðan hvítlauk
  • Chimi Churri sósu
  • Berbys sætt sinnep

2019-06-11 17.51.05

Ég pennsla borgarana og kartöfluskífurnar með olíu og set salt, pipar og hvítlaukin á borgarana áður en ég set á grillið. Þegar ég flippa borgurunum í annað sinn set ég væna slummu af hnetusmjöri á þá og loka og leyfi því að bráðna aðeins.

2019-06-11 18.05.05

Borgarinn í textaformi frá botni og uppp er einhvern veginn svona:

  1. Brauð
  2. Chimi Churri
  3. Kartöfluskífa
  4. Sinnep
  5. Avocado
  6. Rauðrófubuff
  7. Hnetusmjör
  8. Sellerí
  9. Rauðlaukssulta
  10. Chimi Churri
  11. Brauð

 

Þetta er alveg hriiikalega bragðgott og ekki verra að bera fram sætar kartöflur eða krullufranskar og þá er í aðalhlutverki trufflumæjóið sem er að trylla heimilið mitt:

2019-06-11 18.07.25

Við borðum meira af þessu en við munum nokkurn tíma þora að viðurkenna.

Geggjað stöff!

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s